Frétt um oldboys lið Vogamanna.

Þróttur Vogum í old boys keppti um helgina á minningarmóti Ragga Margeirs. Þetta er eitt stærsta old boys mót sem haldið er hér á landi og var þetta  tíunda árið í röð sem það er haldið.

Jón Sterki pizzastaður greiddi keppnisgjaldið fyrir liðið og rann allur ágoðinn til fjölskyldu Sigursteins Gíslasonar sem lést fyrr á árinu.
Þróttur Vogum gerði sér lítið fyrir og komust alla leið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið riðilinn og farið í gegnum  úrslitakeppni. Meðal liða sem Þróttur mætti voru Njarðvík, Grindavík, Skallagrímur og Keflavík.

Úrslitaleikurinn vakti mikla athygli sérstaklega vegna þess að KR-ingar voru með marga fyrrum landsliðsmenn og fyrrverandi atvinnumenn í sínum röðum og sjálfur Rúnar Kristins þjálfari aðalliðs KR var liðsstjóri, mikil stemmning var á leiknum.

Úrslitaleikurinn var spennandi, KR-ingar komust yfir með marki frá Gumma Ben og Þróttur jafnaði með marki frá Bigga. Leikinn þurfti að framlengja og svo fór sem fór að blása þurfti til vítakeppni því ekki tókst KR-ingum að brjóta niður varnarmúr Vogamanna. Kristján Finnbogason markvörður KR var hetja KR-inga því ekki nóg með að hann varði tvær vítaspyrnur. Þróttarar fengu dauðafæri á lokasekúndum leiksins tveir á móti einum eins og það er kallað en náðu ekki að notfæra sér það.

Þetta var þriðja árið í röð sem KR-ingar vinna mótið en þetta var fyrsta skipti sem Vogar senda lið. Það má með sanni segja að þetta hafi verið glæsilegur árangur. Liðið fékk mikið hrós fyrir góðan varnarleik. Vakti þetta mikla athygli og má segja að strákarnir hafi verið félaginu og bænum til sóma.

Lið Vogamanna var að mestu skipað gömlum Þrótturum td.:

Gummi Franz var fyrirliði en hann þjálfaði hjá félaginu árin 1989-92 og 1998. 

Stjáni Kristmanns  spilaði með félaginu í mörg ár og spilaði síðast 2002 með meistaraflokki.

Stjáni var fyrirliði  liðsins árin 1996-2001. Biggi þjálfaði hjá félaginu árin 1994-2001. Einnig sat hann á tímabili í stjórn félagsins.

Gunni Helga er leikjahæðsti leikmaður Þróttar frá upphafi. Hann byrjaði að spila fyrir meistaraflokk félagsins 1994-2000. Hann kom síðan aftur til okkar árið 2007 og er ennþá að.

Vignir Ara er yngri flokka þjálfari hjá félaginu og Atli Þorsteins spilaði fyrir fyrir okkur árin 1998-2000.

Oscar eða Skari eins og hann er kallaður hefur verið meira og minna viðriðinn félagið síðan hann fæddist. Hvort sem það er körfubolti, handbolti eða fótbolti þá hefur Skari verið með puttana eitthvað í þessu.

Þess má einnig geta að það var Vogamaður að dæma á mótinu hann Magnús Jón Björgvinsson.

Hér má sjá frétt um mótið á heimasíðu KR. http://kr.is/knattspyrna/frettir/?ew_0_a_id=387707