Frétt frá Ungmennafélaginu Þrótti

Kæru Þróttarar,

Mánudaginn 3. september hefst formlegt vetrarstarf hjá Þrótti. Fótboltinn mun þó ekki fara af stað fyrr en 1. október. Verið er að endurskipuleggja allt yngriflokkastarfið í heild sinni, erum við með faghóp sem vinnur að því verkefni. Ætlum við að taka í notkun metnaðarfulla áætlun í byrjun október þegar fótboltinn fer af stað að nýju. Það liggur fyrir að Garðar Ingvar Geirsson, Arnar Smárason og Baldvin Baldvinsson verði þjálfarar í vetur og næsta sumar. Ekki er ólíklegt að einhverjar breytingar eigi eftir að eiga sér stað áður en æfingar hefjast að nýju. Þegar skráningu lýkur þá verður þjálfurum raðað niður á flokkana. Sundið og Júdóið mun hefjast á mánudaginn. Verður fyrsta vikan, 3.- 7. september hálfgerð kynningarvika. Sem og undanfarin ár, mun Magnús Hauksson sjá um Júdóið. Rebekka Riviere sem tók við sundinu síðasta haust mun einnig halda áfram þar. Skráning mun fara fram fimmtudaginn 6. september í íþróttahúsinu á milli kl. 17-19.

Sundæfingar verða á mán, mið og fim:
Yngri (1.-3. bekkur) frá 15:00-16:00.
Eldri (4. -10. bekkur) frá 16:00-17:00

Júdóæfingar verða á þrið, fim og fös:
Yngri kl 18:00-19:00
Eldri kl 19:00-20:00

Allar nánari upplýsingar koma fram í bækling sem Þróttur mun dreifa í hús á næstu dögum.

Kveðja,
Framkvæmdastjóri