Þróttur Vogum spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu um helgina, mættu þeir Gnúpverjum sem eru utandeildarlið í 1. umferð Valitor bikarnum.
Markalaust var í hálfleik og voru Þróttarar mikið meira með boltann og sköpuðu sér nokkur færi. En Gnúpverjar lágu mjög aftarlega. Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri, Þróttarar mun meira með boltann en voru í vandræðum með að brjóta vörn heimammanna á bak aftur. Gnúpverjar gátu stolið þessu í restina er þeir fengu sitt eina færi og það langhættulegasta í leiknum. Markalaust eftir venjulegan leiktíma því varð að framlengja. Fór svo að við vorum í betra formi og skoruðum tvö mörk í framlengingu.
95. mín skoraði Þorfinnur Gunnlaugsson með skalla og svo á þeirri 110. mín skoraði Reynir Þór Valsson. 0-2 fyrir Vogamönnum og erum við komnir áfram í 2. umferð. Gnúpverjar eiga hrós skilið fyrir hetjulega baráttu og létu þeir okkur virkilega hafa fyrir þessu.Þeir í utandeildinni og við í deildarkeppni.
Næsti leikur verður í 2. umferð bikarsins. En okkar fyrsti deildarleikur er á móti Snæfelli 20. maí í Hólminum.