Framlagning kjörskrár


Athygli kjósenda í Sveitarfélaginu Vogum er vakin á því að kjörskrá vegna kosninga til stjórnlagaþings þann 27. nóvember næstkomandi hefur verið lögð fram á bæjarskrifstofum í dag þann 17. nóvember. Kjörskrá skal liggja frammi í a.m.k. átta daga fyrir kjördag, þ.e. frá og með 17. nóvember.

Hver sem er getur gert athugasemdir við bæjarstjórn um að nafn einhvers vanti á kjörskrá eða sé þar ofaukið. Slíkar athugasemdir er heimilt að gera fram á kjördag. Komi fram athugasemd um að nafn skuli tekið af kjörskrá skal það þegar tilkynnt hlutaðeigandi einstaklingi. Sveitarstjórn skal þegar taka til meðferðar athugasemdir er henni berast við kjörskrá og gera leiðréttingu á henni ef við á, en heimilt er að gera slíka leiðréttingu fram á kjördag. Enn fremur skal sveitarstjórn leiðrétta kjörskrá ef henni berst vitneskja um andlát eða um að einhver hafi öðlast eða eftir atvikum misst íslenskt ríkisfang. Sveitarstjórn skal þá tilkynna hlutaðeigandi um leiðréttingar á kjörskrá og þeirri sveitarstjórn annarri sem málið getur varðað.

Bæjarstjóri