Framkvæmdir við gatnagerð

Föstudaginn 12. maí 2017 hófust framkvæmdir við gatnagerð á miðbæjarsvæðinu í Vogum. Samið var við Jón og Margeir ehf. í Grindavík, að undangengnu útboði. Af þessu tilefni tók forseti bæjarstjórnar, Ingþór Guðmundsson, sér skóflu í hönd og tók fyrstu skóflustunguna. Ingþór er fjölhæfur maður og hefur m.a. kunnáttu og réttindi til að stýra stórvirkum vinnuvélum. Að lokinni hefðbundinni skóflustunga gerði hann sér því lítið fyrir og settist upp í gröfuna og tók fyrstu skóflustunguna einnig þar, eins og sjá má í meðgylfjandi myndbandi. Mörg ár eru liðin síðan síðast var unnið við gatnagerð í nýju hverfi í Vogunum, svo það eru sannarlega tímamót í sveitarfélaginu. Verklok verða síðla sumars, og verður þá úthlutað lóðum undir einbýlishús, parhús og fjölbýlishús á svæðinu.
.