Framkvæmdir í sumar

Eins og undanfarin ár verður unnið að ýmsum framkvæmdum í umhverfinu í sumar. Áherslan í ár er á Vogatjörn, Aragerði, gerð göngu- og hjólreiðastígar frá Vogum að Reykjanesbraut og tröppur í Heiðargerði.

Framkvæmdir hefjast í byrjun júní og er stefnt að því að framkvæmdum við Aragerði verði lokið fyrir Fjölskyldudaginn 8. ágúst næstkomandi. Verkefnin verða unnin í samstarfi við Nesprýði, en hönnun var í höndum arkitektastofunnar Landslags og tækniþjónustu TSÁ.

Á meðfylgjand myndum má sjá hönnun þeirra verkefna sem verða unnin í sumar, en að framkvæmdum loknum verður búið að mynda mjög skemmtilegt svæði sem nær yfir Vogatjörn og Aragerði. Áningarstaðir verða við listaverkið Íslands Hrafnistumenn, Vogatjörn, innkomu í Aragerði og í rjóðrinu innst í Aragerði. Sá áningarstaður verður nokkurskonar auditorium þar sem hægt verður að vera með kennslu, leik og viðburði. Auk áningarstaðanna má nefna upplýsingaskilti um dýralíf og náttúru í Vogatjörn og fjöru.

Auk framkvæmdanna er unnið að aðgerðum til að endurheimta fuglalíf í hólma Vogatjarnar og eru íbúar hvattir til að sýna fuglinum tillitsemi yfir varptímann.

Yfirlitsmynd
Grunnmyndir
Sneiðmyndir
Tröppur í Heiðargerði
Stígur við Vogabraut