Þróttur Vogum spilaði sinn fyrsta deildarleik í gærkvöldi. Stokkseyri voru fyrstu mótherjar sumarins og enduðu leikar 2-0 fyrir Vogamenn. Yfirburðir Vogamanna voru miklir og til marks um það þá áttu Þróttarar sjö skot í tréverkið auk fjölda annara tækifæra. Reynir Þór Valsson fyrirliði Þróttar fór fyrir sínum mönnum í fyrri hálfleik og kom okkur í 1-0. Það var síðan á 65. mínútu sem Hákon Harðarson kom Vogamönnum í 2-0 úr vítaspyrnu. Þróttarar fara vel á stað í ár. Eru komnir með sigur í fyrsta deildarleik og eru einnig ennþá með í bikarnum.
Næsti leikur Vogamanna verður laugardaginn 25. maí á Framvellinum í Safamýri og hefst klukkan 13:00.