FRÁ MENNINGARRÁÐI SUÐURNESJA

VERKEFNASTYRKIR

Auglýst er eftir styrkumsóknum til Menningarráðs Suðurnesja vegna menningarstarfs og menningartengdrar
ferðaþjónustu á grunni samnings sveitarfélaga á Suðurnesjum og mennta- og menningarmálaráðuneytis og iðnaðarráðuneytis.
Úthlutunarreglur, umsóknareyðublöð og aðrar upplýsingar er að finna á vefsíðu Menningarráðs Suðurnesja http://menning.sss.is 

Verkefni sem geta komið til greina: 

1. Samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina og uppsetning viðburða
á fleiri en einum stað.
2. Nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs og menningartengdrar ferðaþjónustu.
3. Verkefni sem fjölgar atvinnutækifærum á sviði lista og menningar.
4. Verkefni sem styðja við ferðaþjónustu.
5. Verkefni sem fara fram á vinnustöðum.

Frekari upplýsingar veitir Björk Guðjónsdóttir, bjork@sss.is, verkefnastjóri á skrifstofu Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum, Iðavöllum 12b, Reykjanesbæ, sími 420 3288.
Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 22. ágúst.
Umsóknum skal skilað í 7 eintökum á skrifstofu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum eða á netfangið
menning@sss.is .