Frá bæjarráði

Á 111. fundi bæjarráðs var meðal annars fjallað um framkvæmdir við fráveitu og íþróttasvæði.
Af fráveitu er það að segja að komið er að lokum framkvæmdarinnar.
Lokafrágangur yfirborðs er eftir og er það háð veðri hvenær er hægt að ljúka malbikun og sáningu/tyrfingu. Einnig er eftir að endurhlaða sjóvarnargarð á hafnarsvæði.

Bæjarráð ítrekar að vanda skuli til frágangs.



Lokið verður við íþróttasvæði með vorinu. Nesprýði ehf mun ljúka framkvæmdum í vor. Líkur eru á að mögulegt verið að skera torf í lok apríl eða fyrstu viku í maí. Búast má við að verki verði lokið í þriðju viku í maí og að íþróttasvæði verði tilbúið til notkunar í byrjun júlí.