Forvarnardagurinn 2008

Kæri Vogabúi

Fimmtudaginn 6. nóvember verður forvarnardagur Íslendinga, þetta er dagurinn þar sem við öll getum látið gott af okkur leiða. Nemendur í 8.-10. bekk í Stóru-Vogaskóla munu sjá til þess að að fjölskyldan komi saman og skemmti sér. Hvetjum við því alla fjölskylduna, þar með talið ömmur og afa til að mæta og vera með. Einnig er von á góðum gestum úr íslensku íþróttalífi sem flest okkar hafa heyrt minnst á.  Íþróttaþjálfarar Þróttar verða til staðar til skrafs og ráðagerða, félagsmiðstöðin Boran verður með opið hús og þar verður hægt að kynna sér það góða starf sem þar fer fram. Björgunarsveitin verður til staðar með sín tæki og tól og hver veit nema að þeir verði með neyðarkallinn meðferðis. Golfklúbburinn mætir og heldur uppi samræðum um fugla, erni, og skramba ef vel liggur við. Svo er bara gaman að spjalla kynnast og koma skoðunum sínum á framfæri. 

En aðalatriðið er að við mætum og eigum góða stund saman og styðjum við bakið á unga fólkinu sem er að byggja sér brú inn í framtíðina.
Sjá nánar:
www.storuvogaskoli.is
http://www.forvarnardagur.is

Fjörið hefst kl 17:00 í íþróttahúsinu og stendur til kl 20:00.                           

Með von um góða skemmtun.

Sveitarfélagið Vogar

Stóru-Vogaskóli

Félagsmiðstöðin Boran          

Ungmennafélagið Þróttur

Björgunarsveitin Skyggnir

Golfklúbbur Vatnsleysustrandar