Forvarnafundur í Tjarnarsal þann 11. febrúar

Á fjölmennum íbúafundi um forvarnarmál þann 21. janúar síðastliðinn var ákveðið að halda opinn fund um forvarnarmál og vímuefnavarnir aftur í febrúar. Sá fundur verður haldinn 11. febrúar næstkomandi. Auk þess hefur verið sérstakt átak í vímuefnavörnum í Stóru-Vogaskóla síðustu daga.

Erlingur Jónsson frá Lundi og félagar frá þeim hafa komið og sagt sína sögu. Þau eru búin að hitta starfsmenn skólans og á þriðjudaginn 5. febrúar hittu þau nemendahópinn, 7.-10.bekk. Auk þess hefur fíkniefnalögreglan komið og rætt við krakkana og hafði hún fíkniefnahund meðferðis.

Nú er komið að foreldrahópnum og öðrum sem  hafa áhuga á að koma pg standa með okkur í forvörnum.  Mánudaginn 11. febrúar kl. 17.00 verður forvarnarfundur í Tjarnarsal. Þetta er  í samvinnuverkefni Stóru-Vogaskóla, Tómstunda- og forvarnarfulltrúa Voga og sóknarprests Kálfatjarnarsóknar.

Við viljum hvetja alla til að sýna samstöðu og mæta.

DAGSKRÁ

Kl. 17:00  Kynning, áherslur skólastjórnenda, forvarnarfulltrúa og
                     kirkjunnar.
kl. 17:10  Erlingur Jónsson, forstöðumaður forvarnarverkefnisins Lundar í 88- húsinu. Hann kynnir starfsemina og ræðir um afneitun aðstandenda og meðvirkni.
kl. 17:25 Tveir félagar úr Lundi segja sína sögu.

kl. 18:00 – 18:10 Kaffihlé

kl. 18:10       Hörður Ólafsson, deildarlæknir á slysa- og bráðadeild  LSH
                     lýsir ástandinu
                     þar um helgar og einkennum og afleiðingum neyslu hjá
                     vímuefnaneytendum.
kl. 18:30       Umræður
kl. 19:00       Fundarlok.