Forstöðumaður umhverfis og eigna

Sveitarfélagið Vogar auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns umhverfis og eigna.
Í boði er fjölþætt starf þar sem reynir á hæfni til að vinna með fólki á öllum aldri.
Þar sem stór hluti starfsins verður umsjón með vinnuskóla sveitarfélagsins er óskað eftir starfmanni með:
Marktæka reynslu af að stjórna og eiga samstarf við ungmenni og góða hæfni í mannlegum samskiptum.
Að auki viljum við starfsmann sem hefur:
Frumkvæði, skipulagshæfni og gott orð.
Þekkingu og reynslu af jarðvinnu og yfirborðsfrágangi.
Reynslu af innkaupum, verkeftirliti og verkfundum.
Reynslu af áætlanagerð.
Umsækjendur skulu hafa:
Vinnuvélaréttindi, aukin ökuréttindi, lokið námskeiði í jarðlagnatækni. Þekkingu og kunnáttu á helstu forritum.

Upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 440 6200.
Umsóknum skal skilað á netfangið skrifstofa@vogar.is fyrir lok dags 11. janúar, 2011.