Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja

Óskað er eftir öflugum stjórnanda í stöðu forstöðumanns nýs Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði.

Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Setrinu er jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.

Forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja ber m.a. ábyrgð á:
• öflun styrkja úr samkeppnissjóðum og utanumhald um styrkumsóknir,
• stefnumótun og útfærslu á starfsemi Þekkingarsetursins,
• fjármálum og rekstri,
• þróun samstarfsverkefna,
• starfsmannamálum,
• tengslum við innlenda og erlenda aðila.

Umsækjendur skulu hafa:
• háskólamenntun á framhaldsstigi sem nýtist í starfi,
• hæfni, þekkingu og reynslu á rannsóknaumhverfi,
• reynslu af stjórnun og stefnumótun,
• frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum,
• leiðtogahæfileika,
• góða samskiptahæfni,
• gott vald á mæltu og rituðu máli, bæði á íslensku og ensku, og hæfileika til að setja fram efni á skýran hátt.

Með umsókn skal fylgja kynningarbréf auk yfirlits um námsferil og fyrri störf (CV). Umsóknir skulu merktar „Þekkingarsetur Suðurnesja“ og berast á rafrænu formi til Sandgerðisbæjar á netfangið: sandgerdi@sandgerdi.is  fyrir 1. september. Öllum umsóknum verður svarað.