Umhverfisstjóri hefur sagt upp og er hættur störfum.
Ákveðið hefur verið að ráða í nýja stöðu forstöðumanns tækni- og umhverfissviðs sveitarfélagsins og starfsmanns sem heyrir undir hann.
Forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs hreppsins mun sinna starfi byggingafulltrúa, hafa yfirumsjón með verklegum framkvæmdum á vegum hreppsins, sjá um gerð kostnaðaráætlana og útboða ofl.
Starfsmaður mun sjá um tilfallandi útivinnu, smálegt viðhald, sendiferðir og önnur störf.
Auglýst verður eftir umsóknum um starf forstöðumanns tækni- og umhverfissviðs sveitarfélagsins og starfsmans hans.
Jafnhliða þessu hefur hreppsnefnd samþykkt tillögu um að samningi við Tækniþjónustu S.Á., um þjónustu byggingafulltrúa verði sagt upp með samningsbundnum 3 mánaða uppsagnafresti frá og með mánaðarmótum september – október 2002. Uppsögn samnings tekur þá gildi 31. desember 2002.