Á aukafundi bæjarstjórnar sem haldinn var í dag samþykkti bæjarstjórn meðfylgjandi ályktun og fól bæjarstjóra að kalla eftir skýringum á því hvers vegna stofnleiðir á borð við afleggjarann frá Reykjanesbraut að Vogum voru ekki í forgangi Vegagerðarinnar.
Ályktun bæjarstjórnar:
“Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd og forgangsröðun Vegagerðarinnar síðustu daga og kallar eftir því að málið verði tekið upp við ráðherra vegamála og á vettvangi almannavarnarnefndar á svæðinu.
Þó vissulega sé mikilvægt að tryggja samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli er með öllu óásættanlegt að skilgreindir stofnvegir til og frá íbúabyggðum á svæðinu séu ófærir svo sólarhringum skiptir og rýming þeirra mæti afgangi eins og raunin hefur verið síðustu daga. Kallar bæjarstjórn eftir því mótuð verði skýr og afdráttarlausa stefna um að öryggi og velferð íbúa og hagsmunir fyrirtækja á svæðinu hljóti í framtíðinni eðlilegan forgang við slíkar aðstæður.”