Niðurstöður liggja nú fyrir úr foreldrakönnunum Skólapúlsins í Stóru-Vogaskóla og í Heilsuleikskólanum Suðurvöllum. Það er skemmst frá því að segja að niðurstöður könnunarinnar eru jákvæðar í báðum skólunum. Kannanirnar sýna svo ekki verður um villst að starfsemi beggja skólanna er í senn jákvæð, öflug og uppbyggileg. Starfsfólk skólanna leggur sig fram um að ná framúrskarandi árangri í skólastarfinu, samstarfið við foreldra er í alla staði til fyrirmyndar og gagnkvæmt traust ríki milli skólanna og foreldranna. Niðurstöðurnar eru góður vitnisburður um það öfluga starf sem fram fer í skólunum, auk þess sem þær eru hvatning til að gera gott skólastarf enn betra.