Flotbryggjur löskuðust í óveðrinu

Flotbryggjur í Vogahöfn löskuðust í óveðrinu á sunnudag.
Landgangur í Jónsvör 1 brotnaði og talið er að botnfestingar hafi slitnað.
Unnið er að viðgerð. Búast má við að það ca vika líði þar til landgangur verður kominn í lag.

Eigendum báta er liggja við Jónsvör 1 eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Vigni Friðbjörnsson (gsm 893 6983).

Að svo stöddu er ekki hægt að taka við bátum í legupláss umfram það sem nú þegar er í höfninni.

Sjá fleiri myndir hér í myndasafni