Laugardaginn 8. ágúst var árlegur Fjölskyldudagur í Vogum. Heimamenn og gestir nutu samvista hver við annan og skemmtu sér í góðu veðri í nýuppgerðu útivistarsvæði, Aragerði, sem vígt var við sama tækifæri.
Þróttur lék við KFS og fóru leikar 1-1. Enn eru þrír leikir eftir og eiga Þróttarar enn möguleika á því að komast áfram í úrslit í 3. deild.
Almennt þótti vel til takast og erum við þegar farin að hlakka til næsta árs :) Hægt er að skoða myndir frá Fjölskyldudeginum hér.
Við hvetjum fólk til að senda okkur myndir á tölvupóstfangið skrifstofa@vogar.is svo við getum sett fleiri myndir í albúmið.