Fjölskyldudagurinn 2010

Fjölskyldudagurinn í Vogum var haldinn hátíðlegur laugardaginn 14. ágúst síðastliðinn.. Dagskráin var fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, enda markmið hátíðarinnar að allir meðlimir fjölskyldunnar skemmti sér saman.
Dagskráin hófst með hinni árlegu fjölskyldudorgveiði. Fjölbreytt dagskrá hélt áfram allan daginn og fram undir miðnætti með ýmsum skemmtunum og viðburðum.
Tónlistamaðurinn Magni Ásgeirsson kom og söng nokkur lög ásamt því að syngja afmælissönginn fyrir Sveitarfélagið, sem fagnaði 120 ára afmæli sínu.

Kvölddagskráin hófst með hverfagöngu og sameiginlegu grilli. Margir tóku sig til og skreyttu hús sín í litum síns hverfis. Að loknu grilli tóku við Hverfaleikar og var það gula hverfið sem vann þetta árið.
Mikil og góð stemning myndaðist í Aragerðinu um kvöldið, en meðal skemmtikrafta voru Solla stirða, Ingó Veðurguð, Heiða Ólafs, trúbadorarnir Heiður og síðast en ekki síst sjálfur kóngurinn, Bubbi Morthens . Dagskránni lauk um 23:00 með glæsilegri flugeldasýningu Björgunarsveitarinnar Skyggnis.
Skipulag og framkvæmd hátíðahaldanna var í höndum frístunda – og menningarfulltrúa ásamt starfsfólki hans og félagasamtaka í bænum. Þökkum við þeim fyrir vel unnin störf.  Einnig viljum við þakka þeim fyrirtækjum er styrktu hátíðina.
Tinna Hallgrímsdóttir
Frístunda – og menningarfulltrúi

Í myndasafninu á www.vogar.is má nú finna myndir sem Sverrir Agnarsson tók á Fjölskyldudaginn þann 14. ágúst, en þær fanga vel þá góðu stemningu sem myndaðist.

Flýtileið á myndasafnið

/static/files/import/myndasafn/39/default.aspx