Fjölskyldudagurinn 2009 - Dagskrá

Föstudagur 7. ágúst 2009

Kl. 18:00 Þróttur – KFS á Nesbyggðarvellinum. Allir mæta í appelsínugulu á völlinn og hvetja Þrótt í baráttunni um sæti í úrslitum 3. deildar.


Laugardagur 8. ágúst 2009

Kl. 09:30 Dorgveiðikeppni á smábátabryggjunni í umsjón Skyggnis. Verðlaun verða veitt fyrir stærsta fiskinn og þann furðulegasta. ÖLL börn verða að vera í fylgd með fullorðnum á bryggjunni. - Þeir sem eiga björgunarvesti eru beðnir um að mæta í þeim. - Allir þátttakendur fá verðlaunapening.

Kl. 10:00-16:00 Frítt í sund í Íþróttamiðstöðinni. Lesið í lauginni, ljóð frá Björginni í boði fyrir sundgesti.

Kl. 12:00-17:00 Sýning frá Kvik og leik og Björginni í Félagsmiðstöðinni – heitt á könnunni.

Kl. 11:00 Ratleikur fyrir alla fjölskylduna. Þrír í hverju liði og það verður að vera a.m.k. eitt foreldri í hverju liði. Mæting tímanlega við Félagsmiðstöðina.

Kl. 12:00 Kassabílarallý í umsjón Lionsklúbbsins Keilis. Keppendur koma sér fyrir á start línunni við Íþróttamiðstöðina. Keppt verður í yngri (10 ára og yngri) og eldri hóp (11 ára og eldri). Keppt verður um hraðskreiðasta bílinn og flottasta bílinn í hvorum flokki. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal. Skráning í félagsmiðstöðinni.

Kl. 12:45 Vatnsbyssustríð á knattspyrnuvellinum. Allir geta verið með, en þurfa að taka með sér eigin vatnsbyssur.

Kl. 13:30 Vígsla Aragerðis eftir breytingar. Við þetta tækifæri verða umhverfisviðurkenningar ársins 2009 veittar.

Kl. 14:00 Flugsýning. Björn Thoroddsen listflugmaður sýnir listir sínar í háloftunum og hin sögufræga flugvél Þristurinn flýgur samflug með listflugvél yfir Vogum. Þristurinn er mörgum Vogabúum að góðu kunnur frá því hann var notaður við áburðardreifingu og uppgræðslu á Vogastapa, þá kallaður Páll Sveinsson.

Kl. 14:00-17:00 Opið í leiktæki frá Hopp og skopp í Aragerði.

Kl. 14:00-17:00 Opið í sölutjöld frá Umf. Þrótti, Kvenfélaginu Fjólu og Lionsklúbbnum Keili. Boðið upp á andlitsmálningu í tjaldi frá félagsmiðstöðinni.

Kl. 14:00-17:00 Handverksmarkaður í húsi Lionsklúbbsins Keilis.

Kl. 14:00-17:00 Tæki og bílar frá Brunavörnum Suðurnesja til sýnis á bílastæðinu við Íþróttamiðstöðina.

Kl. 14:30-16:00 Dagskrá á sviði í Aragerði. Sprengjugengið, Hara-systur ásamt Pínu pokastelpu og Trúbadoradúettinn Heiður tekur lagið.

Kl. 15:00 Hin eina sanna Plöntugreiningarkeppni í umsjón Þorvaldar Arnar. Þekkirðu það sem vex undir fótum þínum? Plöntugreiningar keppni við Vogatjörn. Litlir reitir við Vogatjörn verða merktir og gefið númer. Þátttakendur draga sér reit og skrá nöfn á plöntum sem vaxa í reitnum. Þeir vinna sem skrá flest rétt nöfn plantna sem þar vaxa. Heimilt er að nota plöntubækur. Verðlaun í boði. Keppnin er fyrir einstaklinga og eins geta 2-6 þátttakendur tekið höndum saman og myndað lið.

Kl. 16:00-17:00 Sápufótbolti í Aragerði. Fjórir í hverju liði og er skráning í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224.

Kl. 18:30 Hverfagrill í gula, rauða og græna hverfinu.

Kl. 19:00-22:00 Litabolti á gamla tjaldsvæðinu á vegum Litaboltafélags Sandgerðis. Kostar kr. 3.500,- startið og er allur búnaður til spilunar innifalinn í því ásamt 100 skotum. Auka 100 skot kosta kr. 1.000,-. 15 ára aldurstakmark.

Kl. 19:30 Hverfaleikar í Aragerði. Hvaða hverfi sigrar í skemmtilegum og fjölbreyttum greinum?

Kl. 20:15 Kvöldskemmtun á sviðinu í Aragerði. Lalli töframaður, Hobbitarnir, söngkonurnar Ólöf og Elín, Hljómsveitin Silfur.

Kl. 23:00 Dagskránni lýkur með stórglæsilegri flugeldasýningu á vegum Skyggnis.

Sunnudagur 9. ágúst 2009

Kl. 10:00-16:00 Frítt í sund í Íþróttamiðstöðinni. Lesið í lauginni, ljóð frá Björginni í boði fyrir sundgesti.
Kl. 11:00 AF STAÐ á Reykjanesið menningar- og sögutengd gönguferð Mæting við Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Gengið með leiðsögn um hluta af gamalli þjóðleið, Almenningsvegi, áleiðis í Voga. Til baka verður gengið um heiðina og skoðaðar búsetuminjar sem þar eru. Þátttökugjald er kr. 1000. Frítt fyrir börn undir 12 ára aldri. Vegalengdin er um 7 km.  Sjá nánari lýsingu á www.sjfmenningarmidlun.is


Vinsamlegast athugið að hundar og önnur gæludýr eru ekki leyfð á hátíðarsvæðinu á Fjölskyldudaginn.

Nánari upplýsingar um Fjölskyldudaginn er hægt að fá í Félagsmiðstöðinni í síma 440-6224.

Sjá hverfaskiptingu hér, smellið á myndina til að stækka: