Fjölskyldudagurinn 2006

Nú er hinn árlegi fjölskyldudagur búinn og heppnaðist hann  í alla staði mjög vel.

Mig langar að þakka bæjarbúum fyrir frábæra þátttöku í  þeirri dagskrá sem við lögðum fram, því  engin hátíð er án þátttöku íbúanna sjálfra.

Við sem að þessum viðburði stóðum erum því mjög ánægð og sátt með þennan dag og þátttöku allra.

Allir skemmtikraftar stóðu sig með eindæmum vel og  ánægjan skein úr andlitum barnanna sem nutu sín mjög vel í leiktækjum,kassabílarallí og mörgu öðru.

Sem dæmi má nefna  þá fóru 400 manns í veltibílinn þennan dag á 3 klst, og er það nú bara mjög mikið í okkar huga sem að þessu stöndum.

Með þessum örfáu línum langar mig að þakka þeim félagasamtökum sem að þessu komu, en þeirra félagar unnu virkilega gott starf  til að gera þennan dag eins góðan og raun bar vitni. 

Fyrir hönd Starfsmanna félagsmiðstöðvarinnar og stjórn bæjarfélagsins þá  vil ég þakka  kærlega fyrir samveruna þennan skemmtilega laugardag.

 

                                                     G.Helga Harðardóttir

                                                  Tómstunda og forvarnafulltrúi.

 

 

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn til að gera Fjölskyldudaginn þann 12. ágúst síðastliðinn að veruleika. Dagurinn var einstaklega skemmtilegur og dagskráin vegleg þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi, en skipulag dagsins var í höndum tómstundafulltrúa í samstarfi við félagasamtök. Það er mikil vinna sem liggur að baki svona skemmtun. Fjölmargir hafa komið að þessu verkefni og lagt á sig mikla vinnu. Meðal þeirra eru félagasamtökin í bænum, Ungmennafélagið Þróttur, björgunarsveitin Skyggnir, Lions, Kvenfélagið Fjóla, krakkarnir í vinnuskólanum og í félagsstarfinu og ekki síst íbúar sveitarfélagsins sem hafa lagt sig fram um að hafa bæinn snyrtilegan og fallegan.

 

Bæjarstjórn vill sérstaklega hrósa starfsmönnum félagsmiðstöðarinnar, umhverfisdeildarinnar og vinnuskólans fyrir sinn þátt í verkefninu.

 

Það er von bæjarstjórnar að allir hafi skemmt sér vel á Fjölskyldudaginn.