Fjölskyldudagurinn verður haldinn hátíðlegur laugardaginn 7. ágúst n.k.
Dagurinn verður hlaðinn skemmtilegri dagskrá þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Má þar nefna m.a: dorgveiði, götumarkað, samsýningu listamanna af svæðinu, sundlaugarpartý, fjölbreytt úrval leiktækja, þrautakeppnir, flugdrekafjör barna, flugeldasýningu, og margt fleira skemmtilegt verður í boði. Veitt verða umhverfisverðlaun 2004. Um kvöldið verður svo ekta útidansleikur þar sem fjölskyldan mun sameinast í skemmtilegum leikjum, dansi og söng.
Dagskráin verður sem hér segir:
Kl:
10.00. Hin æsispennandi Dorgveiðikeppni, þrælskemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna.
11:30. Undankeppni Fyrirtækja Survivor. Fyrirtæki á svæðinu keppa sín á milli í þungum þrautum með bros á vör.
13:00. Fótboltaleikur milli hreppsnefndar og starfsmanna hreppsins.
14:00. Karnival stemming, veitt verða umhverfisverðlaun 2004, tónlist , andlitsmáling, kaffisala, hin ýmsu leiktæki í boði, má þar nefna geymsneril, hoppikastala, þrautabrautir, Risa Trampolín, Risabox, Candifloss, sjoppa, tombóla,
úrslit fyrirtækjasurvivor, körfubíllinn verður á staðnum, leiktækjaþrautir og ýmislegt fleira. Beltabíll Vís verður opinn fyrir 10 ára og eldri. Hægt verður að fá sér Tattoo sem dugar í 4 daga, farið verður í leiki og smá þrautakeppni verður í gangi.
14:45. Einar Ágúst og Gunni úr Skítamóral mæta með gítarinn og skemmta af sinni einskæru snilld.
15:30. Flugdrekafjör barnanna ( ef veður leyfir). Börnin koma saman og skreyta himininn í ýmsu litum með flugdrekum. Mættu með þinn eiginn eða fáðu hjá okkur fyrir 100 kr.
16:00. Keppni í Olsen Olsen. Hver verður Olsen meistari.
Ungir sem aldnir hvattir til að taka þátt. Skráning í síma 8984754. Skemmtileg verðlaun í boði.
18:00-20:30. Sundlaugarpartý fyrir 13-18 ára, grillað á staðnum. Dúndur tónlist á svæðinu og stemming sem aldrei fyrr, full af skemmtilegu vatnsfjöri. Mættu ef þú þorir að blotna.
19:30. Grillveisla, svakalegt stuð og mikið gaman þar sem fólk kemur saman, lifandi tónlist og góður félagsskapur.
20:30. Fjölskyldan sameinast svo í ekta útidansleik með tilheyrandi fjöri. Það verður dansað, sungnir “brekkusöngvar” og tilheyrandi gaman.
23:00. Flugeldasýning. Stór glæsileg flugelda sýning á vegum Björgunarsveitarinnar.
23:30. Fjáröflunardansleikur í Glaðheimum fyrir þá sem hafa úthald í meiri skemmtun.
Vertu með, taktu þátt og gerum þetta skemmtilegt.
Allir saman, meira gaman.
Kveðja Tómstundafulltrúi