Fjölskyldudagur sveitarfélagsins Voga verður haldinn laugardaginn 13. ágúst.
Undirbúningur fyrir hátíðarhöldin er að hefjast og því vill frístunda- og menningarnefnd óska eftir sjálfboðaliðum úr hópi bæjarbúa til þátttöku í skipulagningu, undirbúningi og framkvæmd Fjölskyldudags. Boðað er til fundar fimmtudaginn 5. maí kl. 17:30 í félagsmiðstöðinni. Allir þeir sem áhuga hafa á framkvæmd Fjölskyldudags og vilja hafa áhrif á dagskrána eru hvattir til að mæta á fundinn. Hugmyndin er síðan að setja á laggirnar nefnd sem í væru Frístunda- og menningarfulltrúi og fulltrúar íbúa, helst a.m.k. einn frá hverju hverfi bæjarins.
Hverfaskipting á Fjölskyldudag er eftirfarandi:
Gula hverfið: Vatnsleysuströnd, Hafnargata, Mýrargata, Marargata, Hólagata, Austurgata og Egilsgata.
Rauða hverfið: Vogagerði, Akurgerði, Aragerði, Hofgerði, Kirkjugerði, Heiðargerði, Ægisgata og Tjarnargata.
Græna hverfið: Suðurgata, Brekkugata, Hvammsdalur, Hvammsgata, Leirdalur, Fagridalur, Miðdalur, Heiðardalur, Lyngdalur og Iðndalur.