Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga 8. - 14. ágúst


Hér er hægt að nálgast útgefinn bækling með dagskrá Fjölskyldudaga (pdf)

Fjölskyldudagar Sveitarfélagsins Voga verða haldnir hátíðlegir með ýmsum hætti dagana 8.-14. ágúst. Þetta er í tuttugasta skipti sem hátíðin fer fram og verður hún stútfull af skemmtilegri fjölskyldudagskrá. Fjölskyldudagar eru kjörið tækifæri fyrir fjölskyldur og vini til að eiga góðar samverustundir og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

•Mánudagur 8. ágúst
18:00 Hverfaleikar Þróttar Boccia. Keppt verður í íþróttasal íþróttamiðstöðvar.
Íbúar eru hvattir til að koma saman í hverfum og skreyta. Pylsur og gos í boði sveitarfélagsins fyrir þá sem það vilja.

•Þriðjudagur 9. ágúst

17:00 Sundlaugarfjör – frítt í sund fyrir alla.
18:00 Kubb hverfaleikar á Vogabæjarvelli.
20:00 Fjölskylduhjólaferð með leiðsögn inn á Kálfatjörn og tilbaka. Fararstjóri er Þorvaldur Örn Árnason. Lagt upp frá íþróttamiðstöð.

•Miðvikudagur 10.ágúst
16:50 Þróttur V – KR Íslandsmót 5.fl.kk. á Vogabæjarvelli.
18:00 – 20:00 Handverksmarkaður/Flóamarkaður í Álfagerði, skráning hjá Ingu Rut s: 694-3089.
20:00 Fótbolti hverfaleikar á Vogabæjarvelli.

•Fimmtudagur 11. ágúst
18:00 Hverfaleikar Þróttar – Golfmót
Spilað verður Texas scramble (tveir saman í liði). Eitt lið spilar fyrir hönd hvers hverfis og þarf hvert hverfi að velja sitt lið.
Ræst verður út í hverfakeppnina klukkan 18.00 og spila öll liðin saman í holli.
18:00 – 20:00 Handverksmarkaður/Flóamarkaður í Álfagerði, skráning hjá Ingu Rut s: 694-3089.
20:00 Sungið í skógarsal í Háabjalla. Viðburður í umsjón Norræna félagsins í Vogum og Skógfells. Gestir grilla spýtubrauð yfir eldi og syngja lög frá öllum Norðurlöndunum. Gengið úr Vogum eða ekið af Grindavíkurvegi á móts við Seltjörn. Verði veður óhagstætt færist viðburður í Álfagerði.

•Föstudagur 12. ágúst
16:00 – 18:00 Handverksmarkaður/Flóamarkaður í Álfagerði, skráning hjá Ingu Rut s: 694-3089.
19:30 Grillaðir hamborgarar og gos í boði við Stóru-Vogaskóla
21:30 Varðeldur í fjörunni neðan við Stóru-Voga í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Brekkusöngvari Íslands ,Ingó Veðurguð, leiðir sönginn. Grillaðir sykurpúðar í boði Verslunarinnar Vogum. Verði verður óhagstætt flyst viðburður í Aragerði.

•Laugardagur 13. ágúst
10:00-17:00 Listsýning í Álfagerði
Myndlistarsýning. Hreinn Guðmundsson sýnir úrval verka sinna.
10:00 Strandarhlaup Þróttar 5 og 10 km hlaup. Skráning inni á hlaup.is. Ræst verður frá íþróttamiðstöð. Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar við íþróttahúsið, þar sem verðlaunaafhending fer fram. Glæsilegir útdráttarvinningar, þar á meðal frá Icelandair.
11:45 KASSABÍLARALLÝ/REIÐHJÓLALEIKNI. Keppt verður í yngri (10 ára og yngri) og eldri hóp (11 ára og eldri). Keppnin fer fram á planinu við Stóru-Vogaskóla og er í umsjón Lionsklúbbsins Keilis. Verðlaun verða veitt fyrir 1.-3. sæti í hvorum flokki. Allir þátttakendur fá verðlaunapening. Skráning er í fullum gangi í N1.
13:00 – 16:00 Handverksmarkaður/Flóamarkaður í Aragerði, skráning hjá Ingu Rut s: 694-3089.
13:00 Þróttur V – KFS Íslandsmót 3.deild karla á Vogabæjarvelli.
13:30 Hópakstur fornbíla og annarra tækja fer frá tjaldsvæði.
14:00-17:00 OPNUN Á SVÆÐI Í ARAGERÐI. Kynnir verður Magnús Jón Björgvinsson. Leiktæki frá Skátunum, einnig verður hoppukastali frá Landsbankanum. Bubbluboltar. Slökkviliðið mætir á staðinn. Stórglæsileg bílasýning á Hábæjartúni. Vélavinir Vogum verða með ókeypis lestarferðir fyrir yngri kynslóðina á Hábæjartúni. Kvenfélagið Fjóla verður með kakó- og kaffisölu ásamt Candy floss. UMFÞ verður með sjoppu á staðnum. Lionsklúbburinn Keilir verður með krap og til sölu. Andlitsmálning og blöðrudýr í boði Lionsklúbbsins Keilis og Kvenfélagsins Fjólu.
14:15 Verðlaunaafhending fyrir kassabílarallý/reiðhjólaleikni.(á sviði)
14:30 Sirkus Íslands
15:00 Dansatriði frá Danskompaní.
15:40 Söng- og hæfileikakeppni Fjölskyldudaga – Fyrir alla (á sviði). Ef næg þátttaka verður. Skráning í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar. Frekari upplýsingar í síma 440-6224.
16:00 Sápuboltamót Strumpsins. Keppt í tveimur flokkum, 14 ára og yngri / 15 ára og eldri. Skráning er enn í gangi í afgreiðslu íþróttamiðstöðvar.
16:15 Fjársjóðsleit Sprota fyrir 8 ára og yngri. Mæting við fánastöng í Aragerði. Sproti afhendir glaðning frá Landsbankanum.
17:00 Karamelluflug. Góa gefur karamellur.

Kvölddagskrá laugardags
20:00 Hverfaganga, allir að mæta í sínum hverfalit
Hverfaleikar Þróttar
20:50 Viðurkenningar fyrir umhverfisverðlaun,hverfaleika og skreytingar
21:00 Tónlistarveisla í Aragerði
Glowie, Jógvan, Bjartmar Guðlaugs og KK
23:00 Flugeldasýning. Skyggnir sér að vanda um stórglæsilega flugeldasýningu.
Vinsamlegast athugið að hundar eru BANNAÐIR á svæðinu þennan dag

•Sunnudagur 14.ágúst
10:00 -17:00 Listsýning í Álfagerði og félagsmiðstöð sjá í dagskrá laugardags.
12:00 – 14:00 Skólasafnið í Norðurkotsskóla á Kálfatjörn verður opið. Fræðsla um skólasögu sveitarfélagsins. Útileikir fyrir börn og fullorðna. Kaffi og pönnukökur að hætti hússins.
Á sama tíma verður Kálfatjarnarkirkja opin fyrir gesti og gangandi.
14:00 FJÖLSKYLDUDORGVEIÐI. ÖLL börn verða að vera í fylgd með fullorðnum á bryggjunni. Þeir sem eiga björgunarvesti eru beðnir um að mæta í þeim. Allir þátttakendur fá verðlaunapening.
15:00 Boðið upp á skemmtisiglingu frá höfninni ef verður leyfir.
16:30 Ganga undir fararstjórn Hilmars Egils Sveinbjörnssonar. Mæting við íþróttamiðstöð og fólki ekið þaðan til innri Njarðvíkur. Gengið frá innri Njarðvík um Stapaveg og í Voga. Áætlað er að gangan taki um tvær klukkustundir.
20:00 Tónleikar í Tjarnarsal
Tríóið Kjarr leikur frumsamið efni í bland við djassperlur í
eigin útsetningum eftir höfunda á borð við Monk, Hancock, Jarrett og Swallow. Tríóið skipa: Birkir Freyr Matthíasson, flygilhorn. Jakob Hagedorn Olsen, klassískan- og djassgítar. Guðjón Steinar Þorláksson, kontrabassa.
21:00 Tónleikar í Tjarnarsal
Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir syngur blöndu af lögum frá ferli hennar við undirleik Eyþórs Gunnarssonar.
Athugið að aðgangur að öllum viðburðum á Fjölskyldudögum er ókeypis
Nánari upplýsingar um dagskrána fást í félagsmiðstöðinni í síma 440-6224

•Hverfaganga
Hverfagangan mun hefjast á bílaplaninu við leikskólann Suðurvelli. Lagt verður af stað kl. 19:30.
Græna hverfið:mæting á bílaplaninu við leikskólann Suðurvelli.
Rauða hverfið:mæting á bílaplaninu við leikskólann Suðurvelli.
Gula hverfið:mæting á bílaplaninu við leikskólann Suðurvelli.
Vonumst til að sem flestir taki þátt í göngunni og mæti í sínum hverfalit.
Hverfaskipting, kóngar og drottningar
Græna hverfið:Suðurgata, Brekkugata, Hvammsdalur, Hvammsgata, Leirdalur, Fagridalur, Miðdalur, Heiðardalur, Lyngdalur og Iðndalur. Hverfadrottning: Linda Ösp s: 823-2825
Rauða hverfið: Vogagerði, Akurgerði, Aragerði, Hofgerði, Kirkjugerði, Heiðargerði, Ægisgata og Tjarnargata. Hverfadrottning: Tinna Sigurbjörg s: 868-5508
Gula hverfið:Vatnsleysuströndin, Hafnargata, Mýrargata, Marargata, Hólagata, Austurgata og Egilsgata. Hverfadrottning: Birgitta Ösp s: 848-9823

Frítt í golf föstudag, laugardag og sunnudag fyrir alla í boði Golfklúbbs Vatnsleysustrandar.

Vekjum athygli á gjaldfrjálsu tjaldstæði við íþróttamiðstöð. Hvetjum gesti til að nýta sér það.