Með stuðningsfjölskyldu er átt við aðila sem fenginn er á vegum barnaverndarnefndar fyrst og fremst til að taka á móti barni, eða í sumum tilvikum barni og foreldrum, á einkaheimili í því skyni meðal annars að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af barni og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og styðja þá í uppeldishlutverkinu. Vistun hjá stuðningsfjölskyldu er einn til sjö sólarhringar í mánuði.
Umsækjandi skal ekki vera yngri en 23 ára. Ef um hjón og sambýlisfólk er að ræða þá skulu þau sækja um saman, sjá nánari upplýsingar í Reglugerð um úrræði á ábyrgð sveitarfélaga samvkæmt ákvæðum barnaverndarlaga
http://www.velferdarraduneyti.is/malaflokkar/barnaverndarmal/log/Þeir sem óska eftir að taka að sér hlutverk stuðningsfjölskyldu skulu sækja um leyfi barnaverndarnefndar í sínu umdæmi.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsráðgjafi eða Díana Hilmarsdóttir ráðgjafi hjá Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga í síma 420-7555. Einnig má senda fyrirspurnir á
Gudrun@sandgerdi.is eða
Diana@sandgerdi.is.