Fjölmenni var á bryggjudeginum

Bryggjudagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í Sveitarfélaginu Vogum á laugardaginn.

Fjölmenni var í sólinni á bryggjunni í Vogum þar sem fór fram skemmtileg dagskrá sem var skipulögð í samvinnu félagasamtaka í sveitarfélaginu.

Gestir gátu bæði tekið þátt og fylgst með hinu og þessu sem fór fram s.s. dorgveiði, koddaslag og flekahlaupi.

Dagskráin endaði með því að boðið var í siglingu undir Stapann og voru margir sem nýttu sér það.

Bryggjudagurinn í Vogum er greinilega kominn til að vera.