Fjárhasgáætlun 2017 – 2020 samþykkt

Á fundi bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga sem haldinn var miðvikudaginn 30. nóvember 2016 var fjárhagsáætlun 2017 – 2020 tekin til síðari umræðu. Að aflokinni yfirferð og umræðu var áætlunin samþykkt samhljóða með öllum greiddum atkvæðum. Helstu áherslur áætlunar næsta árs eru viðhaldverkefni ýmiss konar, sem og endurnýjun búnaðar. Ráðist verður í gatnagerð á miðsvæði og lóður til íbúðabygginga verður úthlutað á næsta ári. Allar framkvæmdir sveitarfélgsins verða fjármagnaðar með sjálfsaflafé.

 

Bæjarstjórn samþykkti svohljóðandi bókun í kjölfar samþykktar og afgreiðslu áætlunarinnar: Fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga gerir ráð fyrir áframhaldandi traustum fjárhag bæjarsjóðs, þrátt fyrir hlutfallslega lítinn rekstrarafgang. Íbúum sveitarfélagsins fer nú fjölgandi, sem rennir styrkari stoðum undir útsvarstekjur sveitarsjóðs. Í fyrsta skipti um árabil er ákveðið að ráðast í gatnagerð og úthluta lóðum til íbúðabygginga. Að auki er gert ráð fyrir fjárfestingum í stígum og endurnýjun gatna. Líkt og undanfarin ár eru allar fjárfestingar fjármagnaðar með sjálfsaflafé, og því ekki gert ráð fyrir neinni lántöku. Til að þetta sé hægt er mikilvægt að rekstur sé innan heimilda. Álagningarhlutföll skattstofna eru óbreytt frá fyrra ári, að undskildum vatnsskatti sem lækkar lítillega frá fyrra ári. Jafnframt er komið til móts við elli- og örorkulífeyrisþega og viðmiðunarfjárhæðir vegna afsláttar af fasteignasköttum hækkaðar.