Fjárhagsáætlun 2005

Fjárhagsáætlun 2005 var samþykkt í hreppsnefnd 4. janúar 2005.
Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttum rekstri. Varðandi fjárfestingar er
gert ráð fyrir að setja Íþróttamiðstöðina inn í fasteignafélagið og
jafnframt að byggja við hana. Í viðbyggingunni verður búningsaðstaða
stækkuð, greymslurými aukið og ný félagsmiðstöð. Á næsta fundi hreppsnefndar
verður sett á laggirnar þarfagreininganefnd sem hefur það hlutverk að
skilgreina þörfina á viðbótarrými skila af sér tillögur með aðstoð hönnuða
hússins. Aðrar fjárfestingar eru helst í gatna-og umhverfismálum. Gert er
ráð fyrir að klára göngustíganetið í Vogum og gangstéttar við byggðar götur
kláraðar.

Helstu niðustöðutölur áætlunarinnar eru:

Heildartekjur samkvæmt samstæðureikningi  379,1 milljónir.
Rekstrargjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir 337,2 millj. þ.a. 207,6
millj. launakostnaður.
Rekstrarafgangur án fjármagnsliða 29,8 milljónir.
Rekstrarniðurstaða jákvæð 8,1 milljón.
Veltufé frá rekstri 33,6 milljónir.
Afborganir lána 108,5 milljónir.
Fjárfestingar -83,0 milljónir.
Afgangur eftir fjárfestingar og afborganir lána 8,3 milljónir.

Stærstu rekstrarliðir eru:

Fræðslumál 188,2 milljónir.
Íþrótta-og tómstundamál 45,6 milljónir.