Fjárhagsáætlun Vatnsleysustrandarhrepps fyrir næstu fjögur ár, var samþykkt við aðra umræðu á fundi hreppsnefndar þann 11. des. sl. Helstu breytingar eru þær að útsvar hækkar í 13,03%, fasteignaskattsprósenta lækkar úr 0,4% í 0,36%, lóðarleiga lækkar úr 3% í 1,4% af fasteignamati lóðar, gjalddögum fasteignagjalda fjölgar úr 5 í 6. Hér er hægt að nálgast fjárhagsáætlunina. Einnig er hér hægt að nálgast álagningastofna.