Fiskur undir steini

Kynning á menningu  og ferðaþjónustu 2010 verður haldin laugardaginn 27.
febrúar í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grindavík,  frá kl. 13.00 – 17.00.
 
Kynningunni er ætlað að gefa innsýn í menningu og ferðaþjónustu og jafnframt efla samstarf.
 
• Viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar.
Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúi kynnir viðburðamikla dagskrá ársins 2010.
 
• AF STAÐ á Reykjanesið, menningar- og sögutengdar gönguhátíðir. Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari kynnir.
 
• Náttúruvika á Reykjanesi, ýmsir dagskrárliðir tengdir náttúru, sögu og menningu á Reykjanesskaga. Sigrún Jónsd. Franklín menningarmiðlari kynnir.
 
• Grindavík Experience, ýmiss fyrirtæki í ferðaþjónustu  s.s.
Fjórhjólaferðir, Eldfjallaferðir, Bláa Lónið o.fl. kynna starfsemi sína.
 
• Markaðsstofa Suðurnesja. Kristján Pálsson framkvæmdastjóri kynnir starfsemi Markaðsstofu m.a. nýja vefsíðu visitreyknanes.is. og verkefni Ferðamálasamtaka Suðurnesja.
 
• FERLIR. Ómar Smári Ármannsson göngugarpur m.m. kynnir minja- og söguskilti sem sett hafa verið upp á sjö stöðum í Grindavík og mestlesnu heimildavefsíðu um Reykjanesskagann, ferlir.is.
 
• Eldfjallagarður. Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfisksetursins kynnir hugmyndir að Eldfjallagarði; samnefnara fyrir sérstöðu Reykjanesskagans, sem geti tengt saman hinar fjölbreyttu auðlindir svæðisins og markað stefnu um nýtingu og verndun hans.
 
• Matur á heimaslóð, kynning á mat og veitingastöðum.
 
• Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskólans.
 
• „Fiskur undir steini“ sýning á  samnefndri sjónvarpsmynd (30 mín.) er vakti mikið umtal á sínum tíma um menningu í sjávarþorpum.
 
Matarsmakk, ferðavinningar og allir velkomnir.