Ferðamaður á ferð - námskeið

Viltu auka tekjur og ná betri árangri í þínum rekstri – með þínu fólki  ?

Ferðamaður á ferð er stutt skemmtilegt hnitmiðað  námskeið sem hentar vel í byrjun sumars. Tilgangurinn er að auka þekkingu, öryggi  og fagmennsku starfsmanna og um leið bæta tekjur fyrirtækisins.

Helstu efnisþættir námskeiðsins:
• Ferðamaður á ferðinni – hverju  er hann að leita að ?
• Hvað er sagt um okkur og hvaða áhrif getur  það haft ?
• Hvernig er hægt að auka sölu og bæta þjónustu ?
• Almenn sala, framboð á vöru, orðalag og aðferðir
•  Samskipti og upplýsingamiðlun
• Útlit, framkoma, tjáning, snyrtimennska
• Sérstaða staða og nágrennis – staðurinn okkar

Fyrir hverja ? Námskeiðið er ætlað þeim eru að vinna í ferðaþjónustu og ferðatengdum greinum. Hentar jafnt eigendum sem og almennum starfsmönnum.
Kostnaður:  13.900 per mann – Hámarksfjöldi á námskeið eru 20 og lágmarksfjöldi eru 10 aðilar. 
Dagsetning: Námskeiðið verður 4. júní í húsnæði MSS, Krossmóa 4, milli 09:00-12:00.
Lengd: 4  kennslustundir
Leiðbeinendur eru Hansína B Einarsdóttir og Jón Rafn Högnason en þau hafa áratuga reynslu í ferðaþjónustu og námskeiðahaldi. Þau byggðu m.a. upp Hótel Glym í Hvalfirði og hafa fengið ótal viðurkenningar fyrir sín störf.  Sjá www.sfsradgjof.is  

Nánari upplýsingar og skráning  eru hjá MSS í síma 4217500 eða á www.mss.is  

Sjá auglýsingu hér (pdf)