Ferðafélagið Útivist auglýsir.

Þann 14. feb. verður farin dagsferð frá Kúagerði að Stóru-Vatnsleysu og þaðan í Flekkuvík að samnefndu eyðibýli. Þar er svokallað Flekkuleiði með letursteini á. Áfram haldið út á Keilisnes þar sem til stóð að reisa álver og að kirkjustaðnum Kálfatjörn. Þaðan verður ströndinni fylgt eins og kostur er út í Voga. Ströndin er tilkomumikil og víða eru minjar um forna atvinnuhætti. Vegalengd 16 km. Göngutími 5-6 klst.Brottför: frá BSÍ kl. 09:30.
Verð: 3400 kr. Félagsverð: 2700 kr. sjá nánar á http://utivist.is/utivist/ferdaaaetlun/dagsferdir/?ew_3_cat_id=103244&ew_3_p_id=22706119

Fararstjóri Grétar W. Guðbergsson.