Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !

Óskað er eftir ungum og kraftmiklum einstaklingum til að starfa við liðveislu og persónulega ráðgjöf. Þetta eru áhugaverð og gefandi störf sem eiga það sameiginlegt að veita einstaklingum og fjölskyldum þeirra persónulegan stuðning hvert á sinn hátt.

• Liðveisla er starf sem felst í því að vinna með einstaklingum með fötlun og rjúfa félagslega einangrun þeirra.

• Persónulegur ráðgjafi veitir barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja barnið félagslega og tilfinningalega s.s. í tengslum við tómstundir, menntun og vinnu.            


Nánari upplýsingar veitir Guðrún Björg Sigurðardóttir, félagsráðgjafi  eða Díana Hilmarsdóttir ráðgjafi  hjá Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Voga í síma 420-7555. Einnig má senda fyrirspurnir á Gudrun@sandgerdi.is eða Diana@sandgerdi.is


Sveigjanlegur vinnutími sem hentar skólafólki vel.