Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garð og Sv. Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Sv. Garð og Sv. Voga óskar eftir fólki með hjartað á réttum stað !

VILT ÞÚ STARFA SEM PERSÓNULEGUR RÁÐGJAFI, SINNA UNGUM EINSTAKLING Í FÉLAGSLEGRI HEIMAÞJÓNUSTU EÐA VERA STUÐNINGSFJÖLSKYLDA UNGS DRENGS.

• Félagsþjónustan óskar eftir stuðningsfjölskyldu fyrir ungan dreng. Hlutverk stuðningsfjölskyldun felst fyrst og fremst í því að taka á móti barni/börnum á einkaheimili m.a. í því skyni að tryggja öryggi barnsins, létta álagi af því og fjölskyldu þess og leiðbeina foreldrum og syðja þá í uppeldishlutverkinu. Um er að ræða krefjandi en gefandi starf fyrir þá sem hafa áhuga. 

• Persónulegur ráðgjafi veitir barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja barnið félagslega og tilfinningalega s.s. í tengslum við tómstundir, menntun og vinnu.    

• Félagsþjónustan óskar jafnframt eftir að ráða starfsmann til að sinna félagslegri heimaþjónustu í Garðinum. Um er að ræða ungan einstakling með sérþarfir. Þörf er á aðstoð alla virka daga í 1 ½ tíma í senn á morgnanna frá og með haustinu. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga og ánægju af mannlegum samskiptum.
       
Allt eru þetta áhugaverð og gefandi störf sem eiga það sameiginlegt að veita einstaklingum og fjölskyldum persónulegan stuðning hvert á sinn hátt.

Nánari upplýsingar veitir Gyða Hjartardóttir félagsmálastjóri eða Ásthildur Guðmundsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga í síma 420-7555.