Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir að ráða matráð fyrir skammtímavistunina Heiðarholt í Sveitarfélaginu Garði.

Um er að ræða 67% stöðugildi og er vinnutíminn frá kl. 14:00-18:00 virka daga og aðra hverja helgi u.þ.b. 10 tíma vaktir.


Helstu verkefni og ábyrgðarsvið
• Innkaup fyrir starfsemina
• Skipulag á matseðlum fram í tímann
• Matreiðsla
• Stuðningur og þjónusta við notendur.
• Önnur verkefni.

Leitað er að einstaklingi sem hefur:
• reynslu af innkaupum fyrir meðal stóra einingu.
• reynslu og áhuga á matseld, skipulagningu matseðla og nýtingu matvæla.
• ríka þjónustulund.
• frumkvæði.
• þolinmæði.
• jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum.
• áhuga á vinnu með börnum og ungmennum með fötlun.

Laun eru skv. kjarasamningi Sambands sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja.

Frekari upplýsingar veitir Katrín Júlía Júlíusdóttir, forstöðumaður Heiðarholts í síma 423-7460 eða á netfangið heidarholt@sandgerdi.is


Atvinnuumsókn ásamt ferilskrá sendist á netfangið heidarholt@sandgerdi.is eða á heimilisfangið Varðan, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði. Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2014