Félagsleg heimaþjónusta í sveitarfélaginu Vogum

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna félagslegri heimaþjónustu í sveitarfélaginu Vogum. Í starfinu felst að efla notendur þjónustunnar til sjálfshjálpar og stuðla að því að viðkomandi geti búið sem lengst á einkaheimili sínu með því að aðstoða við heimilishald, persónulega umhirðu og/eða umönnun barna auk þess að veita félagslegan stuðning og hvatningu.  Í starfinu getur einnig falist aðstoð við markmiðavinnu, dagskipulag og lausnaleit.

 

Um er að ræða 62% starf og geta verkefni verið breytileg eftir þörfum notenda. Mikilvægt er að starfsmaður hafi áhuga á og ánægju af mannlegum samskiptum. Félagsliðar og einstaklingar með aðra menntun og reynslu sem gagnast í starfi eru sérstaklega hvattir til að sækja um.

 

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 2. desember 2010

 

Umsóknum má skila rafrænt á netfangið kristin@sandgerdi.is eða Sandgerðisbæ, Vörðunni, Miðnestorgi 3, 245 Sandgerði. /Umsoknir_og_eydublod/Atvinnuumsokn/

 

Nánari upplýsingar veitir Kristín Þ. Þorsteinsdóttir félagsmálastjóri eða Sigrún Pétursdóttir sigrunp@sandgerdi.is  ráðgjafi í síma 420 7555.