Fatahönnunarkeppni félagsmiðstöðva

Laugardaginn 22. nóvember var haldin hin árlega fatahönnunnarkeppni félagsmiðstöðva á Íslandi er kallast Stíll.

Þemað í ár var FRAMTÍÐIN og voru hátt í 60 félagsmiðstöðvar sem sendu frá sér hönnun. Fjórar stúlkur fóru fyrir hönd Borunnar, voru það þær Arnhildur Karlsdóttir, Thelma Rún Rúnarsdóttir,  Petra Ruth Rúnarsdóttir og Hekla Eir Bergsdóttir en hún var einnig módel hópsins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá hina glæsilegu hönnun hópsins og er það alveg greinilegt að þarna var hæfileikaríkur hópur á ferð.