Fasteignagjöld 2013

Tilkynning til fasteignaeigenda um álagningu ársins 2013

Álagningarseðlar 2013 hafa þegar verið póstlagðir.

Greiðsluseðlar fasteignagjalda ársins 2013 verða framvegis rafrænir. Greiðsluseðlarnir munu birtast í heimabönkum.
Sveitarfélagið Vogar mun þó senda einstaklingum 67 ára og eldri og fyrirtækjum greiðsluseðla í bréfapósti.

Fasteignaeigendur geta einnig nálgast álagningarseðilinn á http://island.is/ með því að skrá sig inn, annaðhvort með rafrænum skilríkjum eða veflykli RSK.

 



Skýringar vegna álagningarseðils fasteignagjalda 2013.

Álagning fasteignagjalda fer skv.lög um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 með síðari breytingum. Í II. kafla um fasteignaskatt, 3. gr. segir:

Fasteignaskattur er reiknaður af álagningarstofni og lóðarmati, 0,32 % fyrir íbúðarhúsnæði og hesthús í þéttbýli, 1,40 % fyrir atvinnuhúsnæði og hesthús í þéttbýli og 1,32% af opinberu húsnæði.
Vatnsgjald er reiknað af álagningarstofni og lóðarmati, 0,19 % fyrir íbúðarhúsnæði og 0,15 % atvinnuhúsnæði.
Vatnsgjald samkv. mæli 11 kr. á tonn
Holræsagjald er reiknað af fasteignamati og lóðarmati, 0,19 % fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði.
Sorphirðugjald er kr. 14.900.- á hverja sorptunnu.
Sorpeyðingargjald er kr. 23.170.- á hvert fasteignarnúmer/íbúð.
Lóðarleiga er 1,4 % af fasteignamati lóðar.

Öryrkjum og eldri borgurum er veittur afsláttur af fasteignasköttum og holræsagjaldi íbúðarhúsnæðis til eigin nota í samræmi við Reglur um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts elli- og örorkulífeyrisþega

Afsláttur reiknast sem hér segir:
Tekjur allt að 2.182.250 á einstakling, hjón allt að 3.300.250…………………100 %
Tekjur allt að 2.472.500 á einstakling, hjón allt að 3.762.500………………….75 %
Tekjur allt að 2.827.250 á einstakling, hjón allt að 4.187.125………………….50 %
Tekjur allt að 3.122.875 á einstakling, hjón allt að 5.197.625………………….25 %

Eins og síðasta ár er afslátturinn reiknaður á grundvelli heildarárstekna heimilisins næsta ár á undan álagningarárinu. Það er að segja, afsláttur af fasteignasköttum ársins í ár miðast við tekjur ársins 2012. Þar af leiðandi er fyrst hægt að sækja um afsláttinn þegar skattframtal hefur verið unnið.

Umsækjendur skulu leggja fram umsókn á eyðublöðum sem nálgast má hér fyrir neðan og á bæjarskrifstofu, ásamt afriti af skattframtali og örorkumatsvottorð, ef við á.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2013.

Umsóknareyðublað um afslátt af fasteignagjöldum

Veittur verður 5% staðgreiðsluafsláttur af fasteignaskatti, séu gjöldin að fullu greidd eigi síðar en 28. febrúar 2013.

Gjalddagar eru 10, 1. febr. - 1. nóvember, eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.





                                   

Á mínum síðum á Ísland.is hefur þú aðgang að ýmsum upplýsingum sem þig varða. Til að skrá þig inn smellir þú á innskráningu efst í hægra horni síðunnar og auðkennir þig með veflykli ríkisskattstjóra eða rafrænum skilríkjum. Innskráningargluggi opnast líka þegar smellt er í fyrsta sinn á ýmsa valkosti á síðunni.