Fánadagur Þróttar 2014

 
Á morgun þriðjudaginn 29. júlí ætla Þróttarar í Vogum að halda uppá fánadag félagsins. Þar verður tónlist og frábær stemmning á knattspyrnusvæði Vogamanna. Boðið verður uppá andlitsmálningu og einnig verða Þróttarafánar til sölu. Grillaðar verða pylsur en lið Þróttar mun svo mæta liði Skínanda í 9. umferð 4. deildar klukkan 20:00.
Þróttarar vilja hvetja alla til að mæta og taka góða skapið með sér, þar sem dagurinn hefur fengið nafnið fánadagur félagsins þá eru allir hvattir til að mæta og vera appelsínugulir en einnig verður brekkan vel appelsínugul þegar leikurinn hefst um kvöldið.
Er þetta annað árið í röð sem Þróttarar halda uppá fánadaginn og í fyrra heppnaðist þetta mjög vel. Þróttarar hafa gengið mjög vel í sumar og með sigri eru Vogamenn á góðri leið með að tryggja sig í úrslitakeppnina.