Eyjamenn heimsækja Þróttara á föstudaginn kl. 18:00

Það verður harður slagur á Nesbyggðarvellinum í Vogum föstudaginn 7. ágúst þegar Þróttur tekur á móti KFS frá Vestmannaeyjum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir Þróttara í baráttu þeirra fyrir sæti í úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu. Eyjamennirnir eru hins vegar engin lömb að leika sér við enda langefstir í B-riðli deildarinnar og nánast öryggir með úrslitasæti. Vogabúar og aðrir stuðningsmenn Þróttar eru hvattir til að taka Fjölskyldudaginn snemma mæta í appelsínugulu á völlinn á föstudaginn kl. 18:00 og hvetja sína menn í baráttunni.

ÁFRAM ÞRÓTTUR!