Evrópski tungumáladagurinn

Í dag 26. september er Evrópski tungumáladagurinn. Hans var minnst í Stóru-Vogaskóla með athöfn á sal. Í skólanum eru börn frá mörgum þjóðlöndum,  ættuð í aðra ættina eða báðar. Einnig eru börn sem eiga íslenska foreldra og hafa búið erlendis í mismörg ár. Í 4. bekknum t.d. eru 16 nemendur og töluð 7 tungumál. Nemendur komu fram, lásu upp og sungu á ýmsum tungumálum s.s. dönsku, sænsku, norsku, pólsku, spænsku, ensku, grænlensku, thailensku, þýsku, táknmáli heyrnarlausra og að sjálfsögðu á íslensku.