Í tilefni samgönguvikunnar er vert að minna á þau skref við í Vogum stígum í haust. Búið er að samræma umferðarhraða í þéttbýlinu í Vogum, nú gildir 30 km hámarkshraði þar. Með því styrkjum við okkur enn frekar sem fjölskylduvænn bær.
Verið er að leggja síðustu hönd á nýjan göngu- og hjólreiðastíg frá Dalahverfinu að mislægu gatnamótunum við Reykjanesbraut. Búið er að panta biðskýli sem væntanlega verða sett þar upp seinna í haust eða fyrripart vetrar. Vegagerðin hefur nú þegar gert þar ágætt bílastæði og til stendur að setja upp reiðhjólastæði þar sem hægt er að læsa hjólum kyrfilega.
Með þessum aðgerðum mun fjölga möguleikum Vogabúa til að nýta almenningsvagna til nágrannabyggðalaga svo sem til Reykjavíkur og Reykjanesbæjar. Aukin nýting almenningsvagna getur orðið hluti okkar skerfs til loftslagsmála.
Þessar úrbætur verða betur kynntar innan skamms.
Reykjavíkurborg tekur nú í 7. sinn þátt í samgönguviku þar sem 2000 evrópskar borgir leita leiða til úrbóta í samgöngum og loftslagsmálum. Mikið er um áhugaverðar ráðstefnur ogviðburði í Reykjavík þessa dagana sem hægt er að lesa um hér: http://www.reykjavik.is/samgonguvika. Sem dæmi má nefna að föstudagurinn 18. sept. er bíllaus dagur í leikskólum Reykjavíkur. Bílastæði við nokkra leikskóla í borginni verða lokuð fyrir bílaumferð og foreldrar eru hvattir til að ganga með börnum sínum í leikskóla og skóla. Bílastæðin verða útisvæði fyrir börnin: breytast í hjólaplön og opin svæði til leikja.