Ertu pólskumælandi ???


Um leið og við minnum á allar knattspyrnuæfingar dagsins http://www.throttur.net/aefingatimar og landsleik Íslands & Frakklands í kvöld á EM kvenna þá auglýsum við eftir aðila til að vera liði Póllands til aðstoðar á Norðurlandamóti U-17.
KSÍ er að leyta að manni/konu sem getur aðstoðað lið Póllands U-17 sem leikur hér á Suðurnesjum daganna 28.júlí til 5.ágúst. Þetta er sjálfboðaliðastarf. Starfið felst í því að vera liðinu til aðstoðar varðandi æfingar og leiki og vera milliliður við KSÍ. Það þarf ekki að vera allan tímann hjá þeim. Vera til taks ef eitthvað kemur uppá. KSÍ útvegar bíl og sér um símakostnað.
Það er í lagi að tveir aðilar taki verkefnið að sér og mikill kostur ef viðkomandi talar Pólsku.
Ísland-Pólland mætast á Vogabæjarvelli 1. ágúst nk.