Ertu góður félagi?

Félagsþjónusta Sandgerðisbæjar, sv. Garðs og sv. Voga óskar eftir samstarfi við einstaklinga 18 ára og eldri sem hafa áhuga á starfi með börnum og ungmennum. Um er að ræða starf sem persónulegur ráðgjafi í Vogum.
Helstu verkefni persónulegs ráðgjafa eru að sinna stuðningi við barn og að vera því góð fyrirmynd. Hlutverk persónulegs ráðgjafa er að veita barni ráðgjöf og leiðbeiningar í þeim tilgangi að styrkja það félagslega og tilfinningalega. Starfið byggir á gagnkvæmu trausti og vinsemd.

Starf persónulegs ráðgjafa er áhugavert og gefandi. Vinnutími er sveigjanlegur og fer eftir þörfum hvers og eins þjónustuþega. Starfið hentar vel með námi. Karlmenn eru sérstaklega hvattir til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Björk Guðbjörnsdóttir félagsráðgjafi hjá Félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Garðs og Voga í síma 420-7500 eða í tölvupósti thelma@sandgerdi.is