VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í AÐ BÆTA HEIMINN?
Við leitum að 12 ungmennum, 13til 18 ára, í Ungmennaráð
Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Fulltrúar í ungmennaráði þurfa að hafa áhuga á málefnum ungs fólks á Íslandi. Þeir þurfa einnig að geta tjáð sig um slík málefni, bæði munnlega á fundum en einnig skriflega, til dæmis á samfélagsmiðlum. Mikilvægt er að ungmennaráðið geti starfað saman sem hópur og unnið að sameiginlegum markmiðum. Eitt af megin verkefnum ungmennaráðsins er að birta efni á samfélagsmiðlum tengdu Heimsmarkmiðunum. Færni í notkun samfélagsmiðla er því talinn mikill kostur og einnig ef viðkomandi hefur reynslu af þátttöku í skipulagðri ungmennastarfsemi.
Opið verður fyrir umsóknir í ungmennaráð Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna til og með 16. febrúar 2018.
Nílsína Larsen Einarsdóttir, sérfræðingur í þátttöku barna og ungmenna hjá UNICEF á Íslandi, heldur utan um starfsemi ráðsins. Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband í gegnum ungmennarad[hjá]for.is
Nánar á vefslóð: https://www.stjornarradid.is/verkefni/utanrikismal/throunarsamvinna/heimsmarkmidin/ungmennarad/