Enn fjölgar farþegum í Vogastrætó

Í nýliðnum september ferðuðust alls 588 manns með Vogastrætó, sem ekur milli mislægu gatnamótanna við Reykjanesbraut og Gamla Pósthússins í Vogum. Starfsemi Vogastrætó hófst sem tilraunaverkefni árið 2011, og hefur nú öðlast fastan sess í starfsemi sveitarfélagsins. Stöðug fjölgun farþega hefur verið allt frá upphafi, og því ljóst að Vogabúar kunna vel að meta þessa þjónustu. Heildarfarþegafjöldinn fyrstu níu mánuði ársins er rúmlega 4 þúsund, sem eru fleiri farþegar en allt árið 2013. Miðað við sömu mánuði ársins 2013 er aukningin árið 2014 49%. Í meðfylgjandi stöplariti má sjá þróun farþegafjölda eftir mánuðum frá upphafi árs 2012 eftir mánuðum.