Fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 30. nóvember 2022 og hefst kl. 18:00.
Hér er hægt að horfa á fundinn í beinni útsendingu
Dagskrá:
Almenn mál
|
1.
|
2112001 - Barnavernd - breytt skipulag
|
|
5. liður úr fundargerð 365. fundar Bæjarráðs frá 16. nóvember 2022
5.Barnavernd - breytt skipulag - 2112001 Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum og Árborg auk minnisblaðs sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar og áætlunar um rekstrarkostnað ráðsins.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar verði tilnefnd fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar.
|
|
|
|
2.
|
2210028 - Iðndalur 2, eignarhlutar
|
|
8. liður úr fundargerð 365. fundar bæjarráðs frá 16. núvember 2022.
8.Iðndalur 2, eignarhlutar - 2210028
Kauptilboð Sveitarfélagsins í eignarhluta 00101-05, 0101-01 og 0101-02 í Iðndal 2, sem samþykkt hefur verið af seljanda. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Með kaupunum er stigið mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa og því mikilvæga verkefni að koma á fót þjónustu heilsugæslu í Vogum. Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu lánasamnings vegna kaupanna sem jafnframt verður lagður fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.
|
|
|
|
3.
|
2203027 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
|
|
Lagður fram viðauki nr.6 við fjárhagsáætlun 2022.
Viðaukinn er gerður vegna kaupa á eignarhlutum í Iðndal 2. Kaupin verða fjármögnuð með lántöku og þegar hefur fengist lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga. Lántakan rúmast innan þeirra lántökuheimilda sem samþykktar voru við gerð fjárhagsáætlunar 2022.
|
|
|
|
4.
|
2209034 - Lántaka hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 2022
|
|
Lánssamningar við Lánasjóð sveitarfélaga lagðir fram til samþykktar.
|
|
|
|
5.
|
2211023 - Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar
|
|
6. liður úr fundargerð 44. fundar Skipulagsnefndar frá 15. nóvember 2022.
6.Ósk um heimild til áframhaldandi vinnu við deiliskipulag í landi Grænuborgar - 2211023 Grænabyggð ehf. óskar eftir heimild til að vinna að deiliskipulagi íbúðasvæðis norðanmegin við núverandi hverfi, innan reitsins ÍB-3-1, í nánu samstarfi við sveitarfélagið.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimila Grænubyggð ehf. að hefjast handa við vinnu deiliskipulags á fyrirhuguðu svæði skv. samkomulagi við sveitarfélagið. Nefndin ítrekar að hámarks fjöldi eininga á svæðinu séu 779 sem Grænabyggð ehf. hefur til umráða. Áréttar nefndin jafnframt að áður en sveitarfélagið veitir heimild til framkvæmda og sölu á byggingarrétti þá skal fyrri áfangi vera langt kominn bæði hvað varðar framkvæmdir og úthlutun lóða sbr. 2. gr samkomulags aðila.
|
|
|
|
Fundargerðir til staðfestingar
|
6.
|
2210010F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 364
|
|
Fundargerð 364. fundar Bæjarráðs er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
|
|
|
|
7.
|
2211003F - Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga - 365
|
|
Fundargerð 365. fundar Bæjarráðs er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
|
|
|
|
8.
|
2211004F - Umhverfisnefnd Sveitarfélagsins Voga - 16
|
|
Fundargerð 16. fundar Umhverfsnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
|
|
|
|
9.
|
2211002F - Frístunda- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Voga - 102
|
|
Fundargerð 102. fundar Frístunda- og menningarnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
|
|
|
|
10.
|
2211001F - Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 44
|
|
Fundargerð 44. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 198. fundi bæjarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.
|
|
|
|
29.11.2022
Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri.