Endurskoðun ráðningasamnings sveitarstjóra.

     Endurskoðun ráðningasamnings sveitarstjóra og nefndarlauna vegna Kjaradóms.

Sveitarstjóri hefur lýst sig reiðubúna til að afsala sér síðustu hækkun launa samkvæmt kjaradómi og er oddvita falið að ganga frá nýjum ráðningasamningi við sveitarstjóra þar sem yfirvinna verði lækkuð þannig að heildarlaun verði óbreytt þrátt fyrir hækkun þingfarakaups, sem var viðmiðunin í gildandi ráðningasamningi.  Jafnframt verði miðað við launavísitölu í stað þingfarakaups.  Samninginn skal leggja fyrir næsta reglulegan fund hreppsnefndar.  Nýr ráðningasamningur gildi frá 1. maí sl.

 

Jafnframt er ákveðið að nefndarlaun á vegum hreppsins taki ekki áðurnefndri hækkun kjaradóms á þingfarakaupi.