Endurnýjun umsóknar um húsaleigubætur vegna ársins 2014

Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur fyrir 16. janúar 2014.

Vakin er athygli á að í 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 segir meðal annars: " Sækja þarf um húsaleigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitarfélagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki afgreiddar vegna þess mánaðar ".

Til þess að eiga rétt á húsaleigubótum fyrir janúar 2014 þarf ný umsókn um húsaleigubætur að berast á bæjarskrifstofu fyrir 16. janúar 2014, ásamt staðgreiðsluyfirliti 2013 allra heimilismanna yfir 18 ára.

Hægt er að nálgast staðfest staðgreiðsluyfirlit t.d. á skrifstofu Sýslumannsins í Keflavík eða á vef Ríkisskattstjóra fyrir þá sem hafa veflykil. Ef um greiðslur frá Tryggingarstofnun er að ræða, þarf einnig að skila inn afriti af greiðsluáætlun 2014.


Frekari upplýsingar fást á bæjarskrifstofu í síma 440-6200 eða á netfanginu skrifstofa@vogar.is