Endurnýjun umsókna um niðurgreiðslu leikskólagjalda

Frá og með 1. janúar 2012 varð sú breyting á niðurgreiðslum leikskólagjalda að þær verða framvegis tekjutengdar en ekki bundnar við hjúskaparstöðu foreldra.
Allir foreldrar geta því sótt um niðurgreidd leikskólagjöld í samræmi við tekjuviðmið sem Sveitarfélagið Vogar setur.

Vakin er athygli á, að endurnýja þarf umsóknirnar í byrjun hvers skólaárs.

Umsókn um niðurgreiðslu leikskólagjalda má nálgast hér:

Gjaldskrá leikskóla / sveitarfél. 2016 má nálgast hér:

Einnig er hægt að senda rafræna umsókn ásamt fylgiskjölum frá íbúagátt sveitarfélagsins:
https://vogar.oneportal.is/Ibuagatt/login.aspx?ReturnUrl=%2fibuagatt

Fylgigögn sem þurfa að fylgja með umsókn eru eftirfarandi:
Staðfest afrit af síðasta skattframtali (Reitir 2.7 og 3.10 á skattframtali eru teknir til tekna)
ATH! Afrit af skattskýrslu er aðgengileg á heimasvæði hvers og eins hjá skattinum. www.skattur.is

Ef tekjur umsækjanda eru lægri en þær sem koma fram á skattframtali þurfa eftirfarandi gögn einnig að fylgja:
Launaseðlar síðastliðna 3 mánuði
Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta (ef við á)
Yfirlit yfir bætur frá Tryggingastofnun Ríkisins (ef við á)
Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)


Hægt er að senda umsókn rafrænt á netfangið skrifstofa@vogar.is, Eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.
þá þurfa að koma þær upplýsingar fram sem beðið er um á umsóknareyðublaðinu ásamt fylgigögnum í viðhengi,
einnig er hægt að skila umsókn og fylgigögnum á bæjarskrifstofu frá kl. 8:30-15:30 mánudaga til föstudaga. Og milli 8:30- 12:30 á föstudögum